Facebook hópurinn „Syngjum veiruna í burtu“

Helgi Haraldsson stofnaði fyrir stuttu Facebook-hópinn ´Syngjum veiruna í burtu, öllum frjálst að leggja sitt af mörkum’.

Hefur hópurinn fengið góðar viðtökur og keppast meðlimir hópsins við að deila inn myndböndum af söng, sem oftast er tekinn upp með litlum sem engum undirbúningi.

„Þetta byrjaði í einhverju flippi þar sem við vorum nokkrir félagar með opið Snapchat að kasta á milli okkar áskorunum um að syngja á snappinu,“ segir Helgi í samtali við Mannlíf

„Viðtökurnar hafa bara verið almennt mjög góðar bæði í þátttöku og áhorfi. Hópurinn fer stækkandi og mér finnst fólk líka vera almennt ánægt með þessa hugmynd miðað við ummæli og viðbrögð í hópnum,“ segir Helgi og segir alla velkomna í hópinn. „Og öllum velkomið að koma með sitt framlag í gleðina.“

Hópinn má finna hér.

Auglýsing

læk

Instagram