Sprittaði sig vel fyrir vopnað rán við Ægissíðuna

Nútíminn greindi fyrr í dag frá vopnuðu ráni sem framið var á skyndibitastaðnum Chido í Vesturbæ Reykjavíkur í dag.

Í færslu á Facebook-síðu veitingastaðarins er greint frá því að gerandinn hafi hótað starfsmanni staðarins fyrir aðgang að peningakassanum. Þar segir einnig að maðurinn hafi gefið sér tíma til þess að spritta sig í bak og fyrir áður en hann lét til skaðar skríða.

„Eins og einhver ykkar hafa kannski heyrt og lesið þá fengum við heldur óskemmtilega heimsókn í dag þar sem starfsmanni okkar var hótað með hníf fyrir aðgang að peningakassanum.
– Merkilegt nokk, gerandinn passaði að spritta sig í bak og fyrir áður en hann lét til skarar skríða,“ stendur í færslunni.

Eins og einhver ykkar hafa kannski heyrt og lesið þá fengum við heldur óskemmtilega heimsókn í dag þar sem starfsmanni…

Posted by Chido on Föstudagur, 16. október 2020

Auglýsing

læk

Instagram