Farþegi í bílnum sagðist vera að nota skutlþjónustu mannsins

Lögreglan stöðvaði erlendan ferðamann í Hafnarfirði í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að ferðamaðurinn hafi verið á bílaleigubíl. Farþegi í bílnum sagði lögreglu að hann hefði fundið hann á síðu skutlara og væri að nota skutlþjónustu hans. Ekki kemur fram í tilkynningunni hverjar málið endaði.
Um hálf fimm leytið í nótt fékk lögreglan tilkynningu um mann sem væri að sparka upp hurð á húsi í Hafnarfirði. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn á vettvangi grunaður um húsbrot og eignaspjöll og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.
Þetta kom fram á vef Rúv
Auglýsing

læk

Instagram