Ferðamaður í sjálfheldu í Jökulsárlóni

Ferðamaður virti við­vörunar­skilti að vettugi og óð út á ísinn í Jökulsárlóni. Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins.

Það fór þó ekki betur en svo að manninn rak stöðugt lengra út í lónið og neyddist hann til þess að synda til baka. Breski miðillinn Daily Mail birti myndskeið af athæfinu og þar má sjá hvernig maðurinn klæðir sig úr hverri spjörinni á fætur annarri og kastar í land áður en hann fleygir sér út í lónið.

Jökulsárslón er vinsæll ferðamannastaður og þar eru að finna skilti þar sem fólki er bannað að ganga út á ísinn. En þrátt fyrir það er þetta langt frá því að vera í fyrsta skipti sem ferðamaður stefnir sér í hættu þar. Lög­regla og björgunar­sveitir eru kölluð út vegna fólks sem hefur farið út á ísinn, nokkrum sinnum á ári.

Hér fyrir neðan má sjá myndskeiðið sem Daily Mail birti.

Auglýsing

læk

Instagram