Ferðaþjónusturisinn Thomas Cook er fallinn

Auglýsing

Lánadrottnar og hlutahafar ákváðu eftir árangurslausar viðræður í nótt, að leggja niður alla starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook. Þetta kom fram á vef Vísis.

Var það tilkynnt í nótt að fyrirtækið væri þegar búið að leggja niður starfsemi og öllum ferðum félagsins hefði verið aflýst. Talið er að um 600 þúsund manns séu strandaglópar vegna gjaldþrotsins og þar af séu 150 þúsund breskir ferðalangar. Bresk yfirvöld höfðu áður heitið því flytja breska ferðamenn til síns heima, kæmi til gjaldþrots og nú segja breskir fjölmiðlar að nú fari í hönd umfangsmestu björgunaraðgerðir sem bresk stjórnvöld hafa staðið fyrir í tugi ára.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að búið sé að leigja tugi flugvéla sem eiga að flytja fólkið heim og og að hluti þeirra hafi flogið af stað í gær. Mun þessi aðgerð verða fólki að kostnaðarlausu og gengur björgunaraðgerðin undir nafninu „Operation Matterhorn.“

Thomas Cook var ein stærsta ferðaskrifstofa í heimi og talið er að um 22 þúsund manns muni missa vinnuna í kringum gjaldþrotið.

Auglýsing

Sjá einnig: https://www.nutiminn.is/mogulega-yfir-150-thusund-manns-strandaglopar-fari-thomas-cook-a-hausinn/

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram