Jón Gnarr er orðinn afi: „Besta og flottasta afmælisgjöf sem ég hef á ævinni fengið“

Jón Gnarr er orðinn afi. Jón tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í kvöld.

„Í gær á afmælinu mínu eignaðist yndislega tengdadóttir mín heilbrigðan dreng. Ég er því stoltur afi!“

Þetta sagði Jón á Facebook-síðu sinni og þúsundir hafa líkað við færsluna og tugir hafa sent nýja afanum kveðju. Nýbökuðu foreldrarnir heita Frosti Gnarr og Erla Hlín Hilmarsdóttir.

„Velkominn í heiminn litli kallinn minn. Þú ert besta og flottasta afmælisgjöf sem ég hef á ævinni fengið,“ sagði Jón á Facebook.

Nútíminn óskar fjölskyldunni til hamingju!

Sjáðu færsluna frá Jóni.

Yesterday, on my birthday, my wonderful daughter in law gave birth to a healthy baby boy. I am now a proud grandfather!

Posted by Jón Gnarr on 3. janúar 2016

Auglýsing

læk

Instagram