Skiptið um sængurföt á 2 vikna fresti, en borðtuskuna á hverjum degi

Auglýsing

Foreldrar verja geysimiklum tíma í allskonar þvott. En skítastuðullinn er mishár. Það er ekki full eining á öllum heimilum um hversu oft þarf að þrífa og þvo og því leituðum við til Margrétar Sigfúsdóttur, skólastjóra Hússtjórnarskólans, eftir viðmiðum um hversu oft sumt á að fara rúnt í þvottavélinni.

Ykkur til fróðleiks:

Sængurföt þarf að þvo ekki sjaldnar en á tveggja vikna fresti. Venjulegar sængur ætti að viðra í hvert sinn sem skipt er á rúminu, ásamt koddunum. Ef fólk svitnar mikið þarf að þvo bæði sængur og kodda reglulega en við venjulegar aðstæður er nóg að þvo þær einu sinni á ári.

Rúmteppi eru af ólíkum gerðum og stærðum. Ef þau eru oft geymd á gólfinu þarf að þrífa þau oftar og fara þá með þau í þurrhreinsun ef þau eru stór og mikil um sig.

Auglýsing

Æskilegt er að skipta um borðklút á hverjum degi. Það er allt of algengt að fólk sé að nota súrar og óhreinar tuskur. Viskustykki þarf sömuleiðis að þvo oft og passa að láta þau ekki daga uppi á snaganum vikum saman. Viskustykki, borðklúta og handklæði þarf að þvo á góðum hita, best er að sjóða þau (90°).

Það er óþarfi að þvo handklæðin eftir hverja sturtu, fólk er nokkurnveginn hreint eftir baðferðir. Best er að hver og einn á heimilinu hafi sinn snaga eða lit á handklæði og passi upp á sitt með sínu nefi. Handklæði sem notuð eru í ræktinni eða íþróttahúsinu þarf þó að þvo eftir hvert skipti og setja þá á stutt, heitt prógram. Handklæði hjá baðvaskinum þarf að skipta út daglega.

Gluggatjöld er nóg að þvo einu sinni til tvisvar á ári, eða eftir þörfum. Það þarf t.d. að þvo eldhúsgluggatjöld oftar en þau í stofunni.

Svo á klósettpappírinn að snúa frá veggnum. Nei, það er ekki regla. Það er bara fljótlegra að ná í hann þannig.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram