Forgangsmál að koma í veg fyrir svifryksmengun á Akureyri

Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri tjáði sig um svifryksmengun á Akureyri á Facebook síðu sinni í dag. Hún segir dapurlegt að sjá niðrandi og svívirðandi talsmáta bæjarbúa á samfélagsmiðlum í garð bæjarfulltrúa og embættismanna. Þetta kemur fram á Kaffið.is.

Hilda segir að það sé algjört forgangsmál að koma í veg fyrir svifryksmengun sem hefur skaðleg áhrif heilsu íbúa og gesti Akureyrarbæjar og að það vilji enginn að bærinn sé drullusvað líkt og reyndin hefur verið síðustu daga.

Hilda segir að það séu fjölmargar hliðar á málinu, bæði er varðar orsakir og lausnir. „Frá mínum bæjardyrum séð þá þurfum við að halda áfram að þróa leiðir til með það að markmiði að finna varanlegar lausnir gegn svifryki án þess að bærinn okkar breytist í varanlegt drullusvað.“

Í Reykjavík stendur til að takmarka eða banna bílaumferð tímabundið til að draga úr svifryksmengun, en lög sem heimila slíkt taka gildi um áramótin. Hilda segir að það sé vissulega ein leið sem hægt er að skoða en á Akueyri hafi verið valin önnur leið fyrst um sinn.

„Á Akureyri hófst í fyrra tilraunaverkefni við að sjóþvo götur til að rykbinda (og nei það er ekki hætta á saurgerlamengun þaðan sem sjórinn er tekinn samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisfulltrúa). Góðu fréttirnar eru að svifrykið fellur algjörlega niður þegar sjónum er sprautað á göturnar. Slæmu fréttirnar eru að í þeim veðurskilyrðum sem voru hér síðustu daga, breyttist bærinn í eitt drullusvað með tilheyrandi áhrifum á bíla, föt og geðheilsu bæjarbúa. Það má kannski líkja þessari stöðu við það að fá lyf hjá lækni við alvarlegum veikindum, en svo fylgja lyfinu óþolandi aukaverkanir,“ segir hún en nánari umfjöllun um málið má nálgast á Kaffið.is.

Auglýsing

læk

Instagram