Frítt í bílabíó um helgina!

Smárabíó í samvinnu við Smáralind setur upp bílabíó á plani Smáralindar.

„Til að koma til móts við óskir viðskiptavina okkar og halda bíó menningunni á lofti á þessum skrítnu tímum, ákváðum við hjá Smárabíó að bjóða í bílabíó,” segir í tilkynningu frá Smárabíó.

„Við hjá Smárabíó leitumst alltaf við að bjóða okkar viðskiptavinum það besta hverju sinni þegar kemur að skemmtun. Því er það okkur sönn ánægja að kynna til leiks bílabíó næstu helgi í samvinnu við Smáralind.”

Það er frítt inn á samtals 4 sýningar!

Dagskráin er:
Laugardagur:
kl. 16:00 – Jón Oddur og Jón Bjarni
kl. 20:00 – Dalalíf
Sunnudagur:
kl. 16:00 – Jón Oddur og Jón Bjarni
kl. 20:00 – Löggulíf

Tjaldið verður sett upp á efra plani Smáralindar þar sem inngangur Smárabíós er.
Hægt er að sjá nánari upplýsingar á Facebook viðburði hér.

„Þar sem samkomubann er í gildi viljum við biðja gesti um að halda sér í bílunum á meðan sýningu stendur. Vegna bannsins getum við ekki selt veitingar á staðnum og því hvetjum við ykkur til að taka með ykkar eigin,” segir í tilkynningunni.

Auglýsing

læk

Instagram