Afléttingar á samkomutakmörkunum á mánudag!

Frá og með mánudeginum næstkomandi mega fimmtíu manns koma saman hér á landi. Þessu greindi Svandís Svavarsdóttir frá í samtali við fréttastofu vísis að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.

Þá mega einnig fleiri mæta í sund og líkamsrækt ásamt því að 150 mega sitja í sætum á viðburðum. Þessar afléttanir koma þremur dögum fyrr en áætlað var, en núgildandi reglugerð átti að gilda fram á næstkomandi miðvikudag.

„Við töluðum um það í síðustu viku að við myndum framlengja í eina viku og sjá hvernig faraldurinn myndi þróast. Svo hefur þróunin bara verið góð,“ sagði Svandís. Þessi nýja reglugerð mun gilda til miðvikudagsins 26. maí eða í rúmar tvær vikur.

Auglýsing

læk

Instagram