https://www.xxzza1.com

Fyrsta tölublað We Guide er komið út

„Það gleður okkur að tilkynna að fyrsta tölublað We Guide – tímarits fyrir fagfólk í ferðaþjónustu – er komið út,“ segir í tilkynningu.

Blaðið er stútfullt af greinum um útivist, jarðfræði, sögu, ljósmyndun og svo auðvitað málefni ferðaþjónustunnar. Að blaðinu standa þrír leiðsögumenn sem misstu vinnuna í haust vegna Covid-19.

„Í haust var ljóst að leiðsögumenn myndu ekki hverfa til fyrri starfa, í bráð að minnsta kosti. Við misstum öll vinnuna eins og flestir aðrir en frekar en að sitja aðgerðalaus fórum við að tala um hvernig við gætum nýtt þennan tíma og datt í hug að það væri gaman ef þessi stóri hópur sem tilheyrir ferðaþjónustunni hefði sitt eigið blað. Svona hálfgert fagtímarit,“ segir Davíð Arnar Runólfsson, einn af stofnendum We Guide.

„Við erum líka að vinna í umfjöllun um hvers ferðaþjónustan megi vænta á næsta ári. Covid-19 hefur komið illa við flesta landsmenn, en ferðaþjónustan er líklega eini bransinn sem hefur nánast þurrkast upp. Við reynum að spá í spilin og velta upp hugmyndum um næstu mánuði,“ segir Elín Esther Magnúsdóttir.

Blaðið er aðgengilegt gjaldfrjálst á www.weguide.is

Auglýsing

læk

Instagram