today-is-a-good-day

Hafþór Júlíus reynir við heimsmetið í réttstöðulyftu

Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus hefur sett sér það markmið að ná 510 kg í réttstöðulyftu. Nái hann því verður um heimsmet að ræða. Núverandi heimsmetshafi er hinn breski Eddie Hall en hann tók 500 kg í réttstöðulyftu árið 2016.

Hafþór mun reyna við nýtt heimsmet þann 2. maí nk. og verður viðburðinum streymt í beinni útsendingu á ESPN sjónvarspstöðinni í Bandaríkjunum. Einnig verður sýnt frá honum á nokkrum völdum Youtube-rásum eins og @roguefitness.

Hafþór æfir stíft og nálgast markmiðið hratt en hér má sjá hann taka 470 kg og virðist fara nokkuð létt með það.

Auglýsing

læk

Instagram