Helgi Björns útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur

Tónlistarmaðurinn og leikarinn Helgi Björnsson hefur verið útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Það var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem veitti Helga þessa viðurkenningu við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Útnefningin er heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í listalífi og samfélaginu.

„Helgi Björns­son er fædd­ur á Ísaf­irði 10. júlí árið 1958.  For­eldr­ar hans eru þau María Gísla­dótt­ir fyrr­ver­andi leik­skóla­kenn­ari og Björn Helga­son fyrr­ver­andi málara­meist­ari, skíðakappi og landsliðsmaður í fót­bolta. Eig­in­kona Helga er Vil­borg Hall­dórs­dótt­ir leik­kona, leik­ari, leiðsögumaður og texta­höf­und­ur með meiru.

Helgi hef­ur sjálf­ur sagt að hann var far­inn bæði að leika og syngja sem strák­ur og ákvað 10 ára að hann ætlaði að verða popp­stjarna þegar hann yrði stór.

Hann komst inn í leik­list­ar­skól­ann haustið 1979 og út­skrifaðist þaðan vorið 1983 ásamt Vil­borgu og fleiri landsþekkt­um leik­ur­um.

Við út­skrift úr Leik­list­ar­skól­an­um fékk Helgi tvö vinnu­til­boð: að syngja með hljóm­sveit­inni Grafík og að taka að sér hlut­verk Arn­gríms Árland í kvik­mynd­inni Atóm­stöðin.  Hann tók báðum til­boðum og þannig hófst hans tví­skipti fer­ill, en allt frá þessu fyrsta sumri hef­ur hann jöfn­um hönd­um sungið og leikið,“ stendur meðal annars í tilkynningunni.

Auglýsing

læk

Instagram