Heppinn Íslendingur einn af þeim sem skipta á milli sín 4. vinning

Enginn var með allar aðaltölurnar auk stjörnutalnanna að þessu sinni í EuroJackpot og flyst því vinningsupphæðin yfir á 1. vinning í næstu viku. Fjórir miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 77,2 milljónir. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð og Slovakíu. Þrír miðahafar skiptu með sér 3. vinningi og fá þeir rúmar 36,3 milljónir hver. Miðarnir voru keyptir í Finnlandi og tveir í Þýskalandi.

Það var heppinn Íslendingur sem var svo einn af þeim 52 sem skipta með sér 4. vinning og hlýtur hann 699 þúsund krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á heimasíðu lotto.is.

Einn var með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hann 100 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur í Mini Market, Hafnargötu 80 í Reykjanesbæ.

Auglýsing

læk

Instagram