Hermann hefði orðið fertugur 22. febrúar næstkomandi

Hermann Fannar Valgarðsson, eða Hemmi eins og hann var kallaður, hefði orðið fertugur 22. febrúar næstkomandi. Hann var bráðkvaddur í nóvember árið 2011, þá einungis 31 árs gamall. Í tilefni af því verða haldnir styrktar- og minningartónleikar í Bæjarbíó og mun allur ágóði tónleikanna renna til Sorgarmiðstöðvarinnar sem er þjónustumiðstöð fyrir syrgjendur og aðstandendur.

„Hann náttúrulega var hrikalega skemmtilegur og opinn og vinmargur en kannski það sem snýr helst að mér er að hann var mikill fjölskyldumaður og þó að hann hafi átt mjög fjölbreytt líf og gerði mjög margt á mjög stuttri ævi þá var það líka alltaf fókusinn hjá honum,“ segir Sara Óskarsdóttir, ekkja Hemma, en hún var ólétt af þeirra öðru barni þegar hann lést.

Kvöldið sem Hermann lést hafði hann fundið til slappleika og ákvað að fara út að hlaupa til þess að hrista það af sér. Þegar hann skilaði sér ekki aftur heim fór móðir hans að leita hans og fann hann látinn á á hlaupabrautinni í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Sara sagði frá sögu þeirra í Íslandi í dag

Þetta kom fram á vef Vísis

Auglýsing

læk

Instagram