Hertar reglur á landamærunum frá 1. apríl

Á vef Stjórnarráðsins kemur fram hvaða nýju reglur taka gildi á landamærunum þann 1. apríl. 

Meðal þeirra reglna sem munu taka gildi er sýna­taka fyrir börn fædd 2005 og eftir og krafa um að ferða­menn sem komi frá skil­greindum á­hættu­svæðum dvelji í sótt­varna­húsi á milli fyrri og síðari sýna­töku. Tíu þúsund króna gjald verður innheimt af ferðamönnum fyrir nóttina í sóttvarnahúsi, innifalið í því er herbergi og matur.

Nýjur reglurnar eru svohljóðandi:

  • Börn fædd 2005 eða síðar skulu fara í sýnatöku á landamærum Íslands frá og með 1. apríl næstkomandi.
  • Gerð verður krafa um að farþegar sem framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu fari í eina sýnatöku við komuna til landsins.
  • Ferðamenn sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum skulu dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi milli fyrri og síðari sýnatöku.
  • Allir ferðamenn skulu forskrá fyrir komuna til landsins hvaða dag þeir fara aftur af landi brott, liggi það fyrir.
  • Frá og með 11. apríl verður innheimt gjald af ferðamönnum fyrir dvöl í sóttvarnahúsi.

Heilbrigðisráðherra setur reglugerð um ofangreindar breytingar sem gerðar eru í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.

Auglýsing

læk

Instagram