Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun í kvöld

Hildur Guðnadóttir vann í kvöld Grammy-verðlaun í flokknum besta tónlist fyrir sjónrænan miðil fyrir hljóðrás sína við þættina Chernobyl.

Hildur hefur sópað til sín verðlaunum og tilnefningum síðustu mánuði og vann hún meðal annars Golden Globe verðlaun fyrr í þessum mánuði fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. Hún var einnig nýlega valin sjónvarpstónskáld ársins á World Soundtrack Awards.

Hildur er tilnefnd til bæði Bafta- og Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í Joker og fara þær verðlaunahátíðir báðar fram snemma í febrúar.

Þetta kom fram á vef Rúv

Auglýsing

læk

Instagram