Hjaltalín í Eldborg

Eftir langan dvala ætlar hljómsveitin Hjaltalín að halda stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu um helgina. Þetta kemur fram á vef Rúv í dag.

Þetta verður spariútgáfa og ætlar hljómsveitin að tjalda öllu fram á tónleikunum, en ný breiðskífa kemur út eftir nokkrar vikur.

„Hjaltalín í svona sparifötum, ég held svona mestu sparifötum sem við höfum farið í, alla vega í langan tíma. Við erum bara að pússa skóna og leggja lokahönd á og hlökkum gríðarlega mikið til,“ segir Sigríður Thorlacius söngkona sveitarinnar.

Hljómsveitin mun leika blandað efni af nýju plötunni og gömlu efni.

„Þetta er eins og að hjóla, bara ótrúlega gaman. Við verðum með stórt band með okkur, strengjaleikara, brassleikara og svona aukagítarleikara og aukatrommuleikara. Þetta verður eins veglegt og við getum,“ segir Guðmundur Óskar og telur að það verði ekki erfitt að stila saman strengi eftir langa pásu.

Tónleikarnir verða á föstudags og laugardagskvöld.

 

Auglýsing

læk

Instagram