Hlustaðu á nýja lagið frá Pharrell og Jay Z!

Tónlistarmaðurinn Pharell hefur nú gefið út lagið ´Entrepreneur´ásamt Jay Z.

Í samtali við TIME segir Pharell að lagið fjalli um það hversu erfitt það er að vera frumkvöðull í Bandaríkjunum.

,,Sérstaklega þegar einhver er þeldökkur, þá er mikið af kerfislegum hindrunum. Hvernig er hægt að kveikja eld, eða jafnvel vonast eftir því að kveikja eld, þegar þú byrjar á slíkum hindrunum hvað varðar heilbrigðisþjónustu, menntun og fleira,“ segir hann.

Lagið kom út á miðnætti, að bandarískum tíma, og hefur nú þegar fengið góð viðbrögð hjá fólki á samfélagsmiðlum.

Auglýsing

læk

Instagram