Hönnunarmars frestað fram í júní

„Í ljósi fordæmalausra aðstæðna hefur stjórn og stjórnendur HönnunarMars ákveðið að færa hátíðina fram í lok júní,“ segir í tilkynningu.

Hátíðin, sem er árleg, átti að fara fram dagana 25.-29. mars.

„Ákvörðunin er tekin að vel í grunduðu máli og í samtali við þátttakendur og samstarfsaðila. Það er forgangsatriði að allir leggist á eitt við að hefta frekari útbreiðslu veirunnar sem nú herjar á samfélagið.“

Auglýsing

læk

Instagram