Málþing um aðgerðir gegn textílsóun og ójöfnuði

Á föstudaginn næstkomandi 21. maí frá kl. 10 -12 stendur Umhverfisstofnun, í samstarfi við Hönnunarmars, fyrir málþingi um aðgerðir gegn textílsóun og ójöfnuði undir nafninu Sníðum okkur stakk eftir vexti.

Á fundinum verða stutt erindi um vandamálin en jafnframt lausnir meðal annars frá sérfræðingi frá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfarið af erindum fara fram umræður en þær munu nýtast sem grunnur að vinnu að aðgerðaráætlunar stjórnvalda um aukna sjálfbærni textíls.

Talið er að 8 – 10 % gróðurhúsalofttegunda eigi rætur sínar að rekja til textílframleiðslu auk þess sem ýmis önnur vandamál fylgja henni, bæði umhverfisleg og félagsleg. Það skiptir því miklu máli að bregðast við og fundurinn á föstudaginn er frábært tækifæri til að hafa áhrif.

Dagskráin er eftirfarandi og eru allir hvattir til að mæta! 

Dagskrá:

Sustainability and circularity in the textile value chain

Bettina Heller, programme officer at UNEP

Kauphegðun Íslendinga – tíska og textíll

Kristín Edda Óskarsdóttir, meistaranemi í félagslegri sálfræði og umhverfisfræði

Ecolabelled textiles – the sustainability journey of Blanche

Melissa Bech, co-founder and brand director of Blanche CPH

Sjálfbærni í textíl: Neysla nýting og nýsköpun

Ásdís Jóelsdóttir, lektor í textíl og hönnun við HÍ

Umræðuhópar um aðgerðir gegn sóun og ójöfnuði í virðiskeðju textíls

 

Nánari upplýsingar á:

https://samangegnsoun.is/

https://honnunarmars.is/dagskra/2021/snidum-okkur-stakk-eftir-vexti/snidum-okkur-stakk-eftir-vexti

https://www.facebook.com/events/765694641007088

Auglýsing

læk

Instagram