Hvítur hvítur dagur seld til yfir 30 landa

Kvikmyndin Hvítur hvítur dagur hefur verið seld til yfir 30 landa – þar á meðal til Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, Frakklands, Sviss, Bretlands, Spánar, Póllands, Ástralíu, Nýja-Sjálands, Ungverjalands, Þýskalands, Austurríkis, Kína, Grikklands, Tékklands, Slóvakíu, Írlands, Rússlands, Belgíu, Hollands, Lúxemborg, Eistlands, Lettlands, Litháen, Bosníu- og Hersegóvínu, Króatíu, Norður-Makedóníu, Svartfjallalands, Serbíu og Slóveníu.

Nú síðast bættust við sölur til Bandaríkjanna og Kanada en myndin á Norður-Ameríku frumsýningu á hinni virtu Toronto kvikmyndahátíð þann 9.september næstkomandi. Alþjóðlegt sölufyrirtæki myndarinnar er New Europe Film Sales en Film Movement mun sjá um dreifingu myndarinnar í Bandaríkjunum.

Auglýsing

læk

Instagram