IKEA lokar á morgun

Hertar aðgerðir vegna útbreiðslu COVID-19 taka gildi á miðnætti og munu þá fjöldatakmarkanir miðast við 10 manns.

Verslunin IKEA hefur tekið þá ákvörðun, til að tryggja öryggi bæði viðskiptavina og starfsfólks, að loka frá laugardeginum 21. október og þar til aðstæður leyfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Það er von for­svars­manna IKEA að sam­staða bæði ein­stak­linga og fyrir­tækja verði til þess að draga megi úr út­breiðslu kóróna­veirunnar sem fyrst,“ segir í til­kynningunni.

„Þá geta við­skipta­vinir verslað á vefnum og sótt í verslunina á sama hátt og gert var í vor. Við­skipta­vinir eru hvattir til að leita nánari upp­lýsinga á vefnum IKEA.is.“

Auglýsing

læk

Instagram