ÍSLENSKT JÓLADAGATAL Í SJÓNVARPI SÍMANS

Í Jóladagatali Hurðaskellis og Skjóðu fara þau systkinin í ævintýralega fjársjóðsleit þar sem þau lenda í ýmsum skemmtilegum ævintýrum. Jóladagatalið er gert í samstarfi við Samgöngustofu og mun ekki aðeins skemmta heldur einnig fræða um mismunandi öryggisreglur í umferðinni, á hjólum, snjóþotum, í strætó og fleira. Hurðaskellir og Skjóða þurfa nú að rifja upp allt sem að þau lærðu í umferðarskóla Grýlu.
Jóladagatalið hefst 1. desember. Nýr þáttur kemur inn í Sjónvarp Símans Premium alla morgna fram að jólum en þættirnir verða einnig sýndir í barnadagskrá í Sjónvarpi Símans klukkan 17.30 og aftur klukkan 19:00.
„Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að horfa með börnum sínum á þættina, ræða boðskapinn með þeim og eiga saman ævintýralega samverustund,“ segir í tilkynningu.

Auglýsing

læk

Instagram