Íslenskt – láttu það ganga

Kynningarátakið Íslenskt – láttu það ganga fór af stað í dag.

Með átakinu eru landsmenn hvattir til að velja íslenska verslun, framleiðslu, hugvit og upplifanir.

,,Við tilheyrum öll hringrás sem knýr hagkerfið okkar. Þegar við veljum innlenda þjónustu, kaupum innlenda vöru og skiptum við innlend fyrirtæki höfum við keðjuverkandi áhrif. Við höldum atvinnustarfsemi gangandi, verndum störf og sköpum ný, aukum verðmætasköpun og stuðlum að efnahagslegum stöðugleika. Þannig látum við þetta allt saman ganga,“ segir á vefsíðu gjoridsvovel.is þar sem hægt að nálgast upplýsingar um átakið.

 

Auglýsing

læk

Instagram