Íslensku tónlistarverðlaunin í Hörpu í gærkvöldi

Auglýsing

Hljómsveitin Vök og tónlistarmaðurinn Auður fengu flest verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum, sem haldin voru í Hörpu í gærkvöldi. Veitt voru 38 verðlaun auk heiðursverðlauna á annars fjölbreyttri verðlaunaafhendingu þar sem verðlaun dreifðust víða. Þetta kemur fram á vef albumm.is

Auður fékk þrenn verðlaun á hátíðinni, söngvari ársins, flytjandi ársins og einnig var lagið hans ‘Enginn eins og þú’ valið popplag ársins. Vök átti poppplötu ársins og söngkona hljómsveitarinnar, Margrét Rán, var valin bæði sönkona ársins og lagahöfundur ársins.

Bergur Ebbi sló í gegn sem kynnir kvöldsins og voru skemmtiatriðin fjölbreytt og skemmtileg. Úr hópi tilnefndra komu fram Grísalappalísa, Lára Rúnarsdóttir ásamt hljómsveit og strengjaleikurum, Hatari ásamt GDRN og kór, Siggi String Quartet, tríó Inga Bjarna Skúlasonar og Between Mountains.

Ragga Bjarna minnst á hugljúfan hátt þegar Katla Vigdís og Arnar Guðjónsson fluttu lagið Barn og Oddur Arnþór og Salka Sól fluttu í kjölfarið Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig við undirleik Kjartans Valdemarssonar, Þorgríms Jónssonar og Magnús Trygvasonar Eliassen.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram