Jóhannes Dagsson opnar í Midpunkt

Listamaðurinn og heimspekingurinn Jóhannes Dagsson opnar sýninguna Ég veit núna / fjórar athuganir í Midpunkt. 

Sýningar opnun verður 30. janúar næst komandi milli 14-17, en sýningin stendur til 14. febrúar.

Á sýningunni sýnir Jóhannes vídeóverkið; Ég veit núna / fjórar athuganir. Verkið samanstendur af skrásetningum á athugunum á samspili hlutar og ljóss. Hlutir og hugmyndir okkar um þá mótast að miklu leyti af því samhengi sem þeir eru staðsettir í hverju sinni. Sami efnishluturinn tekur á sig ólík hlutverk, og fær jafnvel mismunandi nöfn eftir því hvernig hann er staðsettur. Þetta á við í hversdagslegum heimi daglegrar reynslu og magnast enn upp í samhengi vinnustofunnar, þar sem listamaðurinn tekur sér vald til að umbreyta merkingu og veru hlutanna, og setur upp sínar eigin leikmyndir og aðstæður. Í þessu samhengi er hluturinn bæði hversdagslegur og framandi og hlutverk hans bæði óstöðugt og eðlislægt.

Jóhannes Dagsson er myndlistarmaður og heimspekingur. Hann lauk doktorsprófi í heimspeki frá University of Calgary árið 2012 og stundaði nám í myndlist við Edinburgh College of art. Jóhannes hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum. Hann hefur skrifað um bæði myndlist og heimspeki og er einnig dósent í fræðigreinum við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. 

Auglýsing

læk

Instagram