today-is-a-good-day

Klifu Everest með Covid-19

Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson náðu á topp Everest þann 26. maí, smitaðir af Covid-19. Þessu er greint frá á vef Umhyggju

Félagarnir klifu toppinn í söfnunarátaki til styrktar Umhyggju sem ber nafnið Með Umhyggju á Everest.

„Við félagarnir Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson náðum tindi Everest klukkan 04:30 þann 24. maí sl. líkt og fram hefur komið. Í efstu búðum Everest, þ.e. búðum 3 og 4 fórum við báðir að finna fyrir hósta einkennum sem okkur fannst skrítið í ljósi þess að við höfðum báðir aðlagast afar vel á undirbúningstímanum og þar sem við vorum komnir með auka súrefni í búðum 3,“ segir í yfirlýsingu frá þeim félögum, sem Umhyggja birtir á heimasíðu sinni.

„Á niðurleiðinni fórum við báðir að finna fyrir aukinni þreytu, hósta og óþægindum. Heimir átti fyrst erfitt niðurleiðar. Í búðum 2 vorum við báðir orðnir afar slappir af hóstaköstum, hausverkjum og annarri þreytu. Okkur grunaði að það væri ekki allt með felldu og við þyrftum að komast sem hraðast niður, sérstaklega þar sem veður var þannig að enga þyrlubjörgun yrði fá þann daginn og líklega ekki næstu daga. Þegar við hófum göngu okkar frá búðum 2 var ljóst að Siggi var mjög slæmur í lungunum og þurftum við að grípa til súrefnis. Þetta var erfiður dagur í gegnum Khumbu Icefall en eins og fyrri daginn tók Siggi þennan dag á hnefanum og komumst við allir heilir niður í grunnbúðir 26. maí sl.“

„Sama dag tókum við nýja Covid 19 prufu og reyndist grunur okkar réttur að við höfðum báðir fengið Covid 19. Líðan okkar er betri í dag en síðustu 3 daga áður. Við höfum leitað læknis hérna í grunnbúðum og erum núna í einangrun fastir í grunnbúðum Everest. Höfum það ágætt hérna og erum enn að móttaka það að hafa komist á hæsta tind heims þrátt fyrir allt mótlætið sem við höfum þurft að kljást við eins og veðurfar, meiðsl og veikindi.“

Í lokin minna þeir fólk á að kíkja inn á Facebook síðuna “Með Umhyggju á Everest” eða Instagram síðu Umhyggju þar sem finna má styrktarhlekk á söfnunina.

Auglýsing

læk

Instagram