Auglýsing

„Konan mín og börnin mín verða alltaf í fyrsta sæti hjá mér.“

Handboltakappinn Guðjón Valur Sigurðsson segist ótrúlega þakklátur Guðbjörgu Þóru Þorsteinsdóttur, eiginkonu sinni, fyrir allt sem hún hefur gert fyrir fjölskyldu þeirra. Guðjón hefur spilað fyrir sjö lið í fjórum löndum á tæplega 20 ára atvinnumannaferli og segir að Guðbjörg hafi jafnvel fórnað eigin markmiðum svo hann geti elt drauma sína.

„Auðvitað hef ég tekið þátt og verið til staðar eins og ég get en ég er henni alveg ótrúlega þakklátur fyrir allt það sem að hún hefur séð um og gert fyrir okkur,“ segir Guðjón Valur um Guðbjörgu Þóru. „Hún hefur fórnað mörgum af sínum markmiðum til þess að við höfum getað lifað þessu lífi sem við gerum og ég fengið að elta mína drauma.“

Guðjón var gestur Sigmars Guðmundssonar í þættinum Okkar á milli á Rúv í gærkvöldi og má sjá þáttinn í heild sinni hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing