Auglýsing

Krónan og viðskiptavinir styrkja matarúthlutanir um 11,5 milljónir króna

Söfnun jólastyrkja Krónunnar er nýlokið. Þar gafst viðskiptavinum Krónunnar tækifæri til að styrkja ellefu mismunandi góðgerðasamtök, sem sjá um matarúthlutanir í aðdraganda jóla. Samtökin starfa í nærumhverfi verslana Krónunnar, nema tvö sem starfa á landsvísu.  Alls söfnuðust yfir 5 milljónir króna og mun Krónan bæta við 6,5 milljónum til sömu góðgerðarfélaga. Því gefa Krónan og viðskiptavinir samtals um 11,5 milljónir króna í jólastyrki þetta árið.  

Söfnunin fór þannig fram að viðskiptavinum bauðst að bæta 500 krónum við innkaupakörfuna í lokaskrefi greiðslu í verslunum Krónunnar og skyldu þær renna til þeirra sem þurfa á mataraðstoð að halda fyrir jólin. Styrkirnir eru veittir í formi gjafakorta og styrkþegar velja því sjálfir sína matarkörfu.  

 Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar: 

„Við hjá Krónunni erum í skýjunum yfir frábærum viðtökum viðskiptavina okkar sem kusu að leggja sitt af mörkum til verðugs málefnis í aðdraganda jóla. Desember getur verið erfiður tími á mörgum heimilum. Þetta er í annað skipti sem við bjóðum viðskiptavinum að láta gott af sér leiða í lokaskrefi innkaupa hjá Krónunni og er heildarupphæð framlags þeirra í ár framar okkar björtustu vonum. Saman styrkjum við samtök sem sinna matarúthlutun fyrir jólin í nærsamfélagi verslana Krónunnar og á landsvísu. Þetta samvinnuverkefni okkur afar kært.“ 

Góðgerðarsamtökin sem hljóta styrk frá viðskiptavinum og Krónunni í ár eru Mæðrastyrksnefnd Akraness, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Jólasjóður Fjarðabyggðar, Selfosskirkja, Landakirkja í Vestmannaeyjum, Velferðarsvið Reykjanesbæjar, Soroptimistafélag Mosfellsbæjar, Víkurkirkja í Vík og Stórólfshvolskirkja á Hvolsvelli. Að auki hljóta Hjálpræðisherinn og Hjálparstarf kirkjunnar styrk frá Krónunni í formi matarúttekta. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing