Kvennahlaupsbolurinn 2020 afhjúpaður

Kvenna­hlaups­bol­ur­inn 2020 var af­hjúpaður 22. maí í beinni á Facebook. Bol­ur­inn hefur verið ómiss­andi hluti af hlaup­inu und­an­farin ár en nú hefur hugs­unin á bak við hann verið end­ur­skoðuð í takt við breytta tíma.

Það er Linda Árna­dóttir fata­hönnuður og eig­andi Sc­in­tilla sem hannar bol­inn í ár en hann er 100% end­urunn­inn, úr end­urunn­inni líf­rænni bóm­ull og end­urunnu plasti. Bol­ur­inn hentar bæði sem hlaupa- og æf­ingaflík en einnig við fleiri til­efni og því hægt að nýta hann enn betur en áður.

Bolurinn er til í takmörkuðu upplagi en kaup á bolnum gefur þátttökurétt í hlaupinu. Í takt við þessa nýju umhverfisstefnu hlaupsins má með einföldum hætti greiða aðeins fyrir þátttöku í hlaupinu á tix.is. Jafnframt hefur verið ákveðið að afnema útdeilingu verðlaunapeninga en hingað til hafa allir þátttakendur farið heim með medalíu.

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið 13. júní á yfir 80 stöðum á landinu og allir geta tekið þátt óháð aldri, þjóðerni eða kyni. Fjölmennustu hlaupin fara fram í Garðabæ og Mosfellsbæ.  Í ljósi Covid–19 verða gerðar ráðstafanir um fjölda þar sem það á við og allar reglur virtar skilyrðislaust. Þátttakendur eru hvattir til að gera sínar eigin ráðstafanir og virða þessar aðstæður. Nánari upplýsingar um hlaupastaði og tímasetningar birtast á næstu dögum á www.kvennahlaup.is

 

Auglýsing

læk

Instagram