today-is-a-good-day

Lést í vinnuslysi á Suðurlandi – Átti níu börn

Lögreglan á Suðurlandi greindi í gær frá vinnuvélaslysi á Suðurlandi þar sem maður lést.

Maðurinn fór fram af fjallsbrún á jarðýtu og féll til jarðar. Samkvæmt heimildum DV átti maðurinn níu börn, sum þeirra uppkomin, og var beðið með að tilkynna slysið opinberlega þar til búið var að láta börn hins látna vita af andláti hans.

Tilkynning lögreglu var eftirfarandi:

„Kl. 07:02 í morgun barst Neyðarlínu tilkynning um slys í malarnámu suðaustanvert í Lambafelli við Þrengslaveg.   Þar reyndist jarðýta sem verið var að nota við að losa efni og ýta fram af fjallsbrúninni hafa farið fram af brúninni og ofan í námuna. Stjórnandi vélarinnar, íslenskur karlmaður á sextugs aldri, fannst skammt frá vélinni og reyndist látinn þegar að var komið.

Tildrög slyssins, sem talið er hafa átt sér stað einhverntíman á tímabilinu eftir kl. 23:00 í gærkvöldi og til morguns, eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Gott væri að fá upplýsingar, frá vegfarendum um Þrengslaveg á þeim tíma geti þeir upplýst með einhverjum hætti um tímasetningar s.s. hvort þeir hafi séð til vinnu vélarinnar.  Slíkum upplýsingum má koma til okkar í síma 444 2000, í tölvupósti á sudurland@logreglan.is eða á facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi

Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um rannsóknina að sinni.“

Auglýsing

læk

Instagram