today-is-a-good-day

LISTAGJÖF LISTAHÁTÍÐAR

Listahátíð í Reykjavík fer í dag af stað með verkefni að finnskri fyrirmynd sem kallast LISTAGJÖF.

Hægt er að panta lifandi listflutning í gegnum vefapp (http://listagjof.listahatid.is) og senda upp að dyrum til ástvina sinna. Landsþekkt listafólk kemur fram við heimili viðtakenda 7. & 8. nóvember með örstutta tónleika eða sýningu – í öruggri fjarlægð að sjálfsögðu. Samtals verða 140 Listagjafir í boði. Uppákomum er dreift jafnt um hverfi borgarinnar og eru án endurgjalds.

Verkefnið verður kynnt í þætti Menningarinnar á RÚV í kvöld að loknu Kastljósi og verður opnað verður fyrir skráningar í kjölfarið, mánudagskvöldð 2. nóvember. Opið verður fyrir skráningar til hádegis föstudagsins 6. nóvember, eða þangað til allar gjafir hafa verið bókaðar.

  • Almenningur getur pantað ókeypis listflutning og sent heim að dyrum til ástvina sinna.
  • Listahátíð í Reykjavík greiðir listamönnunum fyrir vinnu sína.
  • Listagjafirnar verða fluttar (í öruggri fjarlægð) fyrir utan heimili í Reykjavík dagana 7. & 8. nóvember.
Auglýsing

læk

Instagram