today-is-a-good-day

Lögreglan hefur þurft að stöðva flugfarþega sem reynt hafa að ganga að flugstöðinni

Lögreglan á Suðurnesjum hefur þurft að stöðva flugfarþega sem reynt hafa að ganga að flugstöð Leifs Eiríkssonar. Um 3 kíló­metra röð bíla myndaðist í kvöld að Kefla­vík­ur­flug­velli, en færðin á svæðinu er að versna til muna og náði röðin frá flug­vell­in­um að Þjóðbraut sem ligg­ur inn í Kefla­vík.

Lögregla setti tilkynningu inn á Facebook síðu sína og hvatti fólk til að reyna ekki að ganga að flugstöðinni, því ekkert flug yrði vegna óveðurs. Hún biður fólk að hætta sér ekki út í óveðrið illa búin og mælir með því að fólk haldi kyrru fyrir og séu ekki að keyra að óþörfu.

Tilkynningin frá Lögreglu:

STÖÐVIÐ! – STOP!

Aðilar sem telja sig hafa verið að missa af flugi hafa tekið upp á því að ganga upp í flugstöð til að ná flugi sínu. En engin flug eru um þessar mundir!
Töluverð hætta steðjar að þessum einstaklingum og var þeim komið í var í bifreiðum sem sitja fastar á Reykjanesbraut, að flugstöð. Við þökkum þeim vegfarendum sem aðstoðuðu með það kærlega.
Ekki hætta ykkur út í þetta óveður illa til búin.

Útsýnið úr flugvél á Keflavíkuflugvelli

Auglýsing

læk

Instagram