Auglýsing

Lögreglan lýsir eftir Ílónu Steinunni

Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur, 30 ára, til heimils á Akureyri. Hún er u.þ.b. 170 sm á hæð, í meðallagi vaxin, með dökkt axlarsítt hár og með húðflúr á aftanverðum hálsi við hægra eyra. Hún er líklega klædd í dökkan fatnað. Þá dökkan jakka, gráar buxur, með ljósa prjónahúfu og svarta skó með hvítum botni.

Talið er líklegt að Ílóna hafi verið á austurleið frá Akureyri til Húsavíkur á mánudagskvöld. Lögreglan biðlar því til vegfarenda sem voru á þeirri leið kl. 19:20-21:00 að hafa samband við lögreglu í síma 112 geti þeir gefið upplýsingar eða telji sig hafa orðið varir við ferðir Ílónu.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ílónu, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing