Lögreglubíll í forgangi lenti í árekstri

Lögreglubíll í forgangsakstri lenti í árekstri við fólksbíl við Engihjalla í Kópavogi um áttaleytið í morgun. Bílnum var ekið yfir á rauðu ljósi yfir gatnamót við Engihjalla og lenti hann þá á fólksbílnum. Vitni að árekstrinum segir að áreksturinn hafi verið nokkuð harður og töluverður hvellur hafi heyrst þegar bílarnir skullu saman. Þrátt fyrir það hafi tjón á bílunum virst minniháttar.

Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi að bíllinn hafi verið kallaður út vegna tilkynningar um meðvitundarlausan mann, um svokallað F2-útkall hafi verið að ræða og lögreglubíllinn þannig í næstmesta forgangi.

Nokkrar tafir urðu umferð vegna óhappsins en engin slys urðu á fólki. Annar lögreglubíll var sendur í upphaflega útkallið.

Auglýsing

læk

Instagram