Magni og félagar senda frá sér lagið Draumur

Hljómsveitin Svartfell með Magna Ásgeirsson í fararbroddi sendi á dögunum frá sér lagið Draumur. Svartfell skipa, auka Magna, þeir Valur Freyr og Arnar Tryggvason sem segjast spila „nýrómantískar rokkstefnur.“ Og dregur sveitin nafn sitt frá Svartfelli sem gnæfir yfir Bakkagerðisþorp í Borgarfirði.

„Við vorum lengi að finna nafn. Upphaflega vinnuheitið var VAM, en það er hrikalegt hljómsveitarnafn, fyrir utan að það hefur verið notað á hljómsveit, þótt það væri með öðrum rithætti. Ég kastaði Svartfellsnafninu fram í umræðum. Það var ekki selt strax en vann á. Þetta er fallegt fjall, eitt af mínum þremur uppáhaldsfjöllum. Það fellur vel að nýrómantíkinni, drungalegt en samt eitthvað svo fallegt,“ segir Magni í samtali við Austurfrétt

Hér fyrir neðan má hlusta á lagið Draumur.

 

Auglýsing

læk

Instagram