Margrét Frikka – Hópur ungra drengja „skiptast á að „sjúga typpið“ á bekkjarfélaga“

„Vá hvað ég er sannfærð um að þessi saga sé uppspuni og lygi frá upphafi til enda. Greinilega soðin saman af einhverjum sem hatast út í samkynhneigða og þarf að grípa til lygasögu til að færa „rök” fyrir afstöðu sinni,“ sagði einn meðlimur Facebook – hópsins Stjórnmálaspjallið.

Maðurinn sem póstaði þessu á Facebook vildi ekki koma fram undir nafni en sagði að þetta hafi verið 8-9 ára gamlir drengir sem voru að koma úr skólasundi. Hann sagði að þeir hafi verið margir, um níu til tíu drengir, sem voru að „skiptast á“ að veita einum drengnum munnmök. Hann endaði skrif sín með því að draga þá ályktun að þetta hefði ekki gerst ef það væri ekki fyrir fræðslu á vegum Samtakanna ’78.

Vefsíðan Fréttin.is birti svo grein um þetta um helgina þar sem því er haldið fram að maður hafi komið að hópi ungra drengja þar sem þeir hafi verið að  „skiptast á að „sjúga typpið“ á bekkjarfélaga.“ Margrét Friðriksdóttir, eigandi síðunnar Frettin.is og höfundur greinarinnar, sagðist hafa rætt við manninn, sem fyrst greindi frá þessu á Facebook. En margir hafa sagt skoðun sína á þessu máli og efast um sannleiksgildi greinarinnar. Þarna sé einhver að reyna að koma höggi á baráttu hinsegin fólks.

Auglýsing

læk

Instagram