Miðasala hefst á fimmtudag kl. 12

Auglýsing

Miðasala á 70 ára afmælistónleika Björgvins Halldórssonar hefst á fimmtudag kl. 12:00.

Sérstakt forsöluverð er aðeins 3.400 kr. og aðeins þarf að kaupa einn miða fyrir hvert heimili. Þegar nær dregur mun verðið hækka þannig að það borgar sig að tryggja sér miða strax.

Tvær leiðir eru til að horfa; í gegnum myndlykla Símans eða í gegnum netstreymi, en streymið virkar í hvaða nettengda tæki sem er, þannig að hægt er að horfa hvar sem er í heiminum. Öll miðasala fer fram hjá Tix.is.

Um er að ræða glæsilega og metnaðarfulla tónleika þar sem farið verður yfir ótrúlegan 50 ára feril Björgvins, á sjálfum stórafmælisdeginum, í beinni úr Borgarleikhúsinu, með stórhljómsveit og góðum gestum.

GESTIR:
GDRN
Jóhanna Guðrún
KK
Krummi
Svala
BAKRADDIR:
Eyjólfur Kristjánsson
Friðrik Ómar
Regína Ósk
Auglýsing

 

Til gamans má geta þess að Eyfi verður sextugur á miðnætti sama dag !

 

HLJÓMSVEITIN:
Einar Scheving – Slagverk
Davíð Sigurgeirsson – Gítar
Friðrik Sturluson – Bassi
Jóhann Hjörleifsson – Trommur
Jón Elvar Hafsteinsson – Gítar
Sigurgeir Sigmunds – Stálgítar
Þórir Baldursson – Hammond
Þórir Úlfarssson – Píanó
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram