Auglýsing

Nýtt ár hefst í Bíó Paradís!

Vegna covid hefur nokkrum stórviðburðum sem áttu að fara fram í Bíó Paradís í janúar verið frestað. Þar ber helst að nefna Feminíska Kvikmyndahátíð og Frönsku Kvikmyndahátíðina.
„En við höldum áfram að færa þjóðinni rjómann af alþjóðlegri kvikmyndagerð, bæði nýjar myndir og klassíska hittara!,“ segir í tilkynningu frá Bíó Paradís.
Frumsýnd 6. janúar
Meistaraverk í leikstjórn Agnieszku Holland byggt á sannsögulegum atburðum. Myndin fjallar um sjálfmenntaðann grasalækni sem er ógnað af kommúnískum öflum á sjötta áratugnum
Frumsýnd 13. janúar
Spennuþrunginn vestri sem fjallar um bónda sem aumkar sig yfir meiddum manni, með tösku fulla af peningum. Málin flækjast þegar ýmsir aðilar þefa peningana uppi og bóndinn þarf að gera upp við sig hverjum hann treystir …
Frumsýnd 20. janúar

Nýjasta kvikmynd Miu Hansen Løve  fjallar um par sem bæði eru kvikmyndagerðarmenn, en þau ferðast til Færeyja til þess að freista þess að skrifa næstu verkefni. Þau dvelja á eyjunni sem kennd er við hinn goðsagnakennda kvikmyndagerðarmann Ingmar Bergman þar sem veruleiki og skáldskapur rennur saman.

Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Cannes 2021 þar sem hún keppti um Gullpálmann.

Sýnd 7. janúar kl 21:00!
Myndin er talin með áhrifamestu kvikmyndum tíunda áratugsins. Hún var tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna og hlaut Óskarinn fyrir besta handrit og Gullpálmann í Cannes.
Sýnd 9. janúar kl 19:00!
Japan á miðöldum. Aldraður stríðsherra sest í helgan stein og eftirlætur sonum sínum þremur heimsveldi sitt. En hann grunaði ekki hversu mikið þessi nýfengnu völd ættu eftir að spilla þeim og fá þá til að snúast gegn hvorum öðrum…og honum sjálfum. Meistaraverk Kurosawa byggt á Lér Konungi eftir Shakespeare.
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing