Nýtt bóluefni gegn COVID-19 tilbúið til lokaprófana

Auglýsing

Bandaríska líftæknifyrirtækið Moderna hefur þróað bóluefni gegn Covid-19 og segir það tilbúið fyrir lokaprófanir.

Bóluefnið var prófað á 45 manna hópi og myndaði allur hópurinn mótefni gegn veirunni en niðurstöðurnar voru birtar í gær í læknaritinu New England Journal of Medicine. Þrátt fyrir þessar góðu niðurstöður er þörf á frekari rannsóknum á bóluefninu.

,,Þetta er svo sannarlega góð byrjun,” segir Betty Diamond, yfirmaður Feinstein lyfjarannsóknar-stofnunarinnar. ,,En það er margt sem við vitum ekki ennþá.”

Næsta prófun á bóluefninu hefst í lok júlí og verður lyfið þá prófað á 30 þúsund manna hópi og mun sú rannsókn standa yfir til 27. október. Áætlað er að niðurstöður þeirrar rannsóknar liggi fyrir í lok árs.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram