Auglýsing

Nýtt lag og myndband frá Völu Eiríks

Útvarpskonan og söngkonan Vala Eiríksdóttir, sem kom sá og sigraði í vetur í sjónvarpsþættinum Allir geta dansað, sendi í dag frá sér nýtt lag og myndband.

„Lagið fjallar í rauninni um það sem þú þarft á því að halda að það fjalli um. Undirtónninn er samt sem áður von og fegurð lífsins. Ég skrifaði lagið út frá tíma þar sem mér fannst heimurinn vera á móti mér. Svo ákvað ég að sleppa bara. Treysta lífinu. Treysta á það góða í heiminum. Það er miklu meira fallegt við þetta líf, en ekki,“ segir Vala í samtali við Vísi

„Stefán Örn Gunnlaugsson hjá Stúdíó Bambus sá um upptöku og hljóðblöndun á laginu. Hann spilaði líka öll hljóðfæri inn. Sigurdór Guðmundsson hjá Skonrokk studios masteraði og Gaui H tók upp og vann myndbandið. Ég gæti ekki hafa valið betri menn í liðið mitt og er þeim svo þakklát að hafa hjálpað mér að koma þessu upp úr skúffunni og út í heiminn.“

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið hennar Völu „Dulúð fylgir dögun.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing