Ók bifreið niður göngugötu í annarlegu ástandi

Lögregla veitti ökumanni á stolinni bifreið eftirför í miðbæ Reykjavíkur í dag. Ökumaður bifreiðarinnar hafði ekki virt stöðvunarbeiðni lögreglu og reynt að komast undan.

Ökumaðurinn, sem var í ann­ar­legu ástandi sök­um fíkni­efna­neyslu, ók bifreiðinni niður göngugötu á Laugavegi og litlu munaði að hann keyrði niður gangandi vegfarendur, að sögn lögreglu.

Skýrsla verður tekin af ökumanninum, sem er kvenmaður, þegar ástand hennar lagast en hún er nú vistuð í fangaklefa.

Auglýsing

læk

Instagram