Páll Óskar fagnar fimmtugsafmælinu

Söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson fagnar fimmtugsafmæli sínu með stórtónleikum í Háskólabíói 13. og 14. mars.

„Ég get ekki beðið eftir að standa á sviði með 17 manna hljómsveit og fara yfir lífið mitt á þessum tímamótum, skoða aftur sólóplöturnar og flytja mín uppáhalds lög,“ segir Palli.

Sum þeirra segist hann ekki hafa flutt í tugi ára.

„Til dæmis allar ballöðurnar sem ég get ekki tekið á böllum. Þeir sem hafa fylgst með mér frá upphafi eiga eftir að bilast og hinir uppgötva vonandi eitthvað nýtt. Svo verða auðvitað öll helstu stuðlögin þarna líka,“ segir Páll Óskar.

„Þeir sem skrá sig á póstlista geta náð í miða tveimur dögum fyrir miðasöluna,“ segir Páll að lokum en miðasalan fer fram á tix.is og þar er einnig hægt að skrá sig á póstlistann.

Auglýsing

læk

Instagram