Passenger í Eldborg

Auglýsing

Mike Rosenberg, betur þekktur sem Passenger, heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu, sunnudaginn 12. júní. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna og náð platínusölu víða um heim en kemur frá Brighton, Englandi.

Ferðalag hans frá götuhornum til íþróttaleikvanga hófst með laginu „Let Her Go“ sem náði toppsætinu í 19 löndum árið 2013 og hefur nú hlotið yfir tvo milljarða spilana á YouTube. En í heildina hefur hann gert 12 plötur á 13 árum.

Passenger á nú öflugan hóp aðdáenda um allan heim, þar á meðal Íslandi, sem eflaust fagna komu hans hingað til lands í júní.

– Fimm verðsvæði verða í boði og kosta miðarnir frá 6.990 kr.
– Aðeins um 1.500 miðar verða í boði.
– Miðasala hefst 3. mars kl. 10 á harpa.is/passenger
–  Forsala hefst 2. mars kl. 10: https://senalive.is/postlisti/
– Takmarkað magn miða í boði í forsölunni; fyrstir koma, fyrstir fá!
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram