Rokkveislan mikla frumsýnd

Auglýsing

Hátíðarsýning Ljósanætur, Rokkveislan mikla, er hluti af Með blik í auga tónleikaröðinni sem hefur boðið íbúum Reykjanesbæjar og gestum Ljósanæturhátíðar upp á glæsilega tónleika undanfarin níu ár.

Hertar sóttvarnarreglur vegna Covid 19 komu í veg fyrir það að haldnir yrðu tónleikar á Ljósanæturhelginni eins og fyrirhugað var. Nú hefur verið slakað á fjöldatakmörkunum og tónleikarnir eru komnir aftur á dagskrá.

„Þegar ljóst var að við gætum ekki sýnt á Ljósanótt, eins og við höfum gert undanfarin níu ár, kom smá blús í hópinn. En með bjartsýni og biðlund og nú tillögu sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra um rýmkun reglna, þá kýlum við á þetta. Vonandi að hún fari að tillögum hans, hún hefur gert það fram að þessu, ” segir Kristján Jóhannson Blikari í samtali við víkurfréttir

„Við stefnum ótrauð á að frumsýna „Rokkveisluna miklu“ föstudaginn 25.september n.k. kl 20 í Stapa. Rýmkun á fjöldatakmörkunum úr 100 manns í 200 gerir okkur kleift að halda ótrauð áfram.“

Auglýsing

Nú verður efnt til góðrar rokkveislu þar sem rokksveit Arnórs mun flytja tónlist frá sveitum eins og Rolling Stones, Deep Purple, AC/DC, U2 og Procol Harum svo ekki sé minnst á slagara frá Led Zeppelin.

Söngvarar sýningarinnar eru ekki af verri endanum en það eru þau Stefanía Svavars, Dagur Sigurðsson, Matti Matt og Stebbi Jak.

Miðasala fer fram á tix.is og hljomaholl.is

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram