Saga Garðars tekur áskorun í GYM: „Ég er örugglega meiri móðir en meistari“

Auglýsing

Saga Garðars er viðmælandi Birnu Maríu í nýjasta þættinum af GYM.

Saga er löngu orðin landsþekkt fyrir sína hnyttnu brandara og sketsa í gegnum árin en hún er ekki bara fyndin, hún er líka leikkona, handritshöfundur, móðir og meistari.

„Ég er örugglega meiri móðir en meistari“, segir Saga, sem í þættinum fer meðal annars yfir þá lífreynslu og pælingu að vera með barn inn í sér.

„Ég var bara að fara á N1 eða að heimsækja mömmu mína og á meðan var bara eitthvað geggjað í gangi.“

Auglýsing

Hún er dugleg að fara í ræktina en í þættinum taka þær Birna vel á því og nota hin ýmsu tæki og tól til að virkja rassvöðvana. Birna skoraði svo á Sögu en sú áskorun var einföld og fólst í því að Saga átti að hoppa yfir hluti. Sjón er sögu ríkari og þú getur séð Sögu Garðarsdóttur hoppa yfir hina ýmsu hluti í spilaranum hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram