Sérstakur páskaþáttur af Heima með Helga

Helgi Björns, Vil­borg Hall­dórs­dóttir og Reið­menn vindanna munu mæta fjórðu helgina í röð á skjá lands­manna í Sjón­varpi Símans í sérstökum páska­þætti næsta laugar­dag.

Helgi gefur ekki upp hverjir verða gestir að þessu sinni en lofar því að þátturinn verði veglegri en nokkru sinni fyrr, segir á vef Fréttablaðsins

Gestir síðustu laugardagskvöld hafa verið þau Salka Sól Ey­feld, Frið­rik Dór, KK og Ragga Grön­dal og hafa viðbrögð við þáttunum verið mikil og góð.

„Ég hef fengið af­skap­lega góð við­brögð við tón­leikunum og ég er inni­lega þakk­látur fyrir það. Maður fyllist auð­mýkt og eftir að hafa fengið í­trekaðar óskir um að endur­taka leikinn þá gat ég ekki annað en sam­þykkt það,“ segir Helgi.

Hér fyrir neðan má sjá Sölku Sól og Reiðmenn Vindanna með fallegan flutning af laginu Vertu í sambandi.

Salka Sól var með fallegan flutning á hugljúfum slagara Sprengjuhallarinnar, Verum í sambandi, síðasta laugardag Heima með Helga Björns. Hvaða lag myndir þú vilja sjá Helga og félaga taka næsta laugardagskvöld?

Posted by Síminn on Miðvikudagur, 1. apríl 2020

 

Auglýsing

læk

Instagram