Siggi Hlö hættur: „Þessi þáttur hefur verið einn sá allra vinsælasti“

„Svo frábær að nánast frá upphafi hefur þessi þáttur verið einn sá allra vinsælasti samkvæmt hlustendakönnunum og er enn meðal allra vinsælasta efnis sem boðið er uppá í útvarpi á Íslandi í dag. Ég er því sáttur að hætta á toppnum.“

Svo mælir Sigurður Hlöðversson, eða Siggi Hlö útvarpsmaður en síðasti þátturinn af útvarpsþættinum vinsæla Veistu hver ég var? fer í loftið um helgina á Bylgjunni. Umsjónarmaður þáttarins greinir frá því í tilkynningu á Facebook-síðu sinni að hann ætli að hætta með þáttinn eftir rúm 14 ár í loftinu. Hann segir að sú ákvörðun hafi ekki verið auveld enda hafi samfylgdin við hlustendur verið frábær.

„Ég hef verið í fjölmiðlum frá árinu 1986 og þekkjandi sjálfan mig er erfitt að hætta alveg í fjölmiðlum en ég tek gott frí frá þeim núna og svo veit enginn hvað framtíðin færir okkur.

Ekki veit ég hvað tekur við á Bylgjunni á þessum tíma en ég treysti yfirmönnum Bylgjunnar að velja vel það sem tekur við og ég treysti hlustendum að gefa því tækifæri að vaxa og dafna eins og þið hafið tekið mér öll þessi ár. Það er með miklum söknuði sem ég kveð mína hlustendur og auðmjúkur segi ég – Takk!,“ skrifar Siggi.

Auglýsing

læk

Instagram