Sjáðu brot úr kvikmyndinni Birtu sem verður jólamynd Símans!

Birta er bráðfynd­in og hjart­fólg­in saga um ís­lensk­an raunveru­leika sem marg­ir þekkja og tengja við. Sag­an ger­ist í neðra Breiðholti og fjall­ar um Birtu sem er 11 ára og alin upp hjá ein­stæðri móður. Móðir henn­ar vinn­ur myrk­anna á milli til að láta enda ná sam­an en fyr­ir slysni heyr­ir Birta móður sína segja í sím­ann að hún hafi ekki efni á að halda jól. Birta tek­ur þess­um frétt­um bók­staf­lega og ákveður að bjarga jól­un­um fyr­ir mömmu og litlu syst­ur sína Kötu sem er sex ára.

Birta verður frumsýnd í kvikmyndahúsum Senu 5. nóvember og kemur í Sjónvarp Símans Premium 25. nóvember.
Leikstjóri er Bragi Þór Hinriksson en saga og handrit er eftir Helgu Arnardóttur. Birta er fyrsta leikna íslenska barna-og fjöl­skyldu­mynd­in frá því Víti í Vestmannaeyjum kom út 2018 í sömu leikstjórn.
Með aðal­hlut­verk fara Krist­ín Erla Pét­urs­dótt­ir, Salka Sól Ey­feld og Mar­grét Júlía Reyn­is­dótt­ir. Auk þess fara stór­leik­ar­ar með önn­ur auka­hlut­verk í mynd­inni á borð við Mar­gréti Áka­dótt­ur, Har­ald G. Har­alds, Herra Hnetu­smjör, Helgu Brögu Jóns­dótt­ur, Karl Ágúst Úlfs­son, Bjarna Snæ­björns­son, Elmu Lísu Gunn­ars­dótt­ir, Álfrúnu Örn­ólfs­dótt­ur, Krist­in Óla Har­alds­son eða Króla, Hann­es Óla Ágústs­son og Sig­urð Karls­son svo ein­hverj­ir séu nefnd­ir.

Auglýsing

læk

Instagram